Stjórn ÍA telur sig ekki hafa bolmagn til að greiða Uni Arge þau laun sem samningur hans kveður á um fyrir næsta tímabil og buðu honum því nýjan samning þar sem launagreiðslurnar til Una eru lækkaðar töluvert. Færeyski landsliðsmaðurinn sem lék með ÍA á síðastliðnu keppnistímabili er ekki sáttur við þær breytingar og ljóst að hann leikur ekki með ÍA á næsta tímabili. Nú eru í gangi viðræður á milli forráðamanna ÍA og Una um bætur fyrir vanefndir á samningum og er búist við að niðurstaða fáist af þeim fljótlega eftir páska.
Uni kom til Skagamanna frá Leiftri þar sem hann hafði reynst með afbrigðum markheppinn.