Ef Juventus tapar stigum í Verona um helgina og Roma vinnur sinn
leik er víst að Ancelotti verður rekinn samkvæmt Tuttosport. En er
Ancelotti er spurður segir hann að hann ætli að standa við
samningin sinn hvað svo sem skeður en endist þolinmæði stjórnarmann
Juventus það að engir titlar í hús annað sætið tvö ár í röð það er
efi um það og líklegt að hann muni verða rekinn, og hafa helstir
verið nefndir þeir Lippi, Zaccheroni, Vialli og De Canio. Eftir
jafnteflið í seinustu viku eru stuðningsmenn Juve að heimta að
Vialli taki við.

Það er líka að frétta úr herbúðum Juve að Zidane verður ekki með um
helgina í Verona og tekur Del Piero stöðu hans með Inzaghi og
Trezueget.

Í leikmannamarkaðnum er mikið að frétta eftir að stuðningsmenn Juve
mótmæltu því að stjórnin væri að spara peninga er allt að fara að
rúlla. Stjórnin mun hittast í næstu viku og ræða
leikmannamarkaðinn. Framtíð þeirra Zambrotta, Inzaghi og Kovacevic
verður rætt og kaup á Thuram, Vieri og Gonzalez.