Fernando Couto, Lazio, á yfir höfði sér sex mánaða til tveggja ára bann ef sannast að hann hafi tekið inn stera. Það sem vekur þó athygli er að Couto stóðst lyfjapróf sem hann fór í 5. desember og 13. febrúar. Því verður farið yfir öll lyfjaprófin aftur og athugað hvað hafi gerst.
Couto sjálfur segist ekkert að óttast því hann viti að hann sé saklaus.
—
Svo gæti farið að Nicolas Anelka sé á leiðinni til Ítalíu í sumar, en samkvæmt fréttum í frönskum fjölmiðlum eru umboðsmenn hans í viðræðum við Inter, AC Milan og Juventus um hugsanleg kaup á Anelka.
—
Líkur er á að Udinese verði skikkað til þess að spila í B-deildinni á næsta “seasoni” því félagið sagði brössunum Albero og Warley að skrifa undir falsaða pappíra. Þeir voru teknir með fölsuð vegabréf í september síðastliðnum.
—
Fiorentina sektaði Francesco Toldo um 17.000 pund í gær fyrir að kjafta í blöðin að Fiorentina ætlaði sér að selja hann. Mario Sconcerti, varaforseti Fiorentina, varð æfur þegar hann sá fréttirnar og hefur kallað Toldo inn á teppið.
—
Fatih Terim tekur kannski ekkei við liði AC Milan næsta sumar þar sem bráðabirgðaþjálfararnir, Cesare Maldini og Mauro Tassotti, hafa fengið liðið til þess að spila einstaklega vel í þeim tveim leikjum sem þeir hafa stjórnað liðinu. Adriano Galliani, varaforseti Milan, er hæstánægður með nýju þjálfarana og segist vel geta hugsað sér að halda þeim næsta vetu