
Sjónvarpstöðin Italia 1 gerði skoðanakönnun og var það niðurstaðan að 73% Ítala vilja sjá Baggio aftur í landsliðinu. Spurður um málið segir Baggio að sinn stærsti draumur sé að fá að spila á einu Heimsmeistaramóti í viðbót. Hann ber mikla virðingu fyrir Trappatoni en menn verða að muna að í ítalska hópnum eru framherjar á borð við Inzaghi, Del Piero, Montella, Vieiri, Totti, Chiesa og Delvecchio. Ekki lélegir leikmenn það.