Jæja, ég beið með að skrifa þessa grein þangað til það yrði ljóst hvað Vieira ætlaði að gera, en hér kemur hún. b.t.w. ég er Arsenal maður og skrifa þessa grein sem slíkur. Til aðdáenda annarra liða sem ætla að drulla yfir þessi skrif mín: Piss off og skrifið um ykkar lið.
Farnir: Kanu, Wiltord, Parlour, Keown (og Bentley lánaður)
Komnir: Van Persie, Flamini, Almunia, Lupoli, Reyes (ég veit, kom í janúar, en tel hann samt hér upp)
Ungir á uppleið: Justin Hoyte, Cesc Fabregas, Philippe Senderos, Jermaine Pennant (þessir fjórir gætu farið að spila eitthvað með aðalliðinu)
Það er sem sagt lítil breyting á mannskapnum frá því í fyrra. Farnir eru fjórir sem í fyrra voru varamenn þegar allir voru heilir, og eru þar að auki farnir að eldast. Alger óþarfi að hafa hálaunaða farþega í hópnum. Í staðinn eru komnir nokkrir ungir og efnilegir þannig að þetta lítur út fyrir að vera bara hófleg ynging á mannskapnum. Ég er búinn að sjá flesta af þessum mönnum, og einnig eitthvað af unglingunum sem fyrir voru, spila í Amsterdam mótinu og Góðgerðaskildinum. Fékk að vísu ekki að sjá Ítalann unga, Lupoli, en hinir litu allir mjög vel út, sérstaklega Reyes, sem virðist vera í miklu stuði. Ég ætla hér á eftir að skoða hverja stöðu fyrir sig:
GK: Jens Lehman, Almunia (man ekki fornafnið), Stuart Taylor, Graham Stack
Jens Lehman er auðvitað aðalmarkvörðurinn og er mjög traustur, enda er Oliver Kahn eina ástæðan fyrir því að Lehman er ekki aðalmarkvörður Þýskalands. Gerir stöku mistök og er soldið skapheitur, en að öðru leiti mjög öruggur og traustur markvörður, þorir að koma út í fyrirgjafir, kóngur í eigin vítateig og fínn shot-stopper líka.
DR: Lauren, Justin Hoyte (Kolo Toure getur líka spilað hérna ef svo ber undir)
Soldið grunnt á því hjá okkur í hægri bakverðinum. Lauren er að vísu alltaf að batna varnarlega - hann er mjög sterkur og fylginn sér, snöggur, vel spilandi og góður tæklari, en er ekki alltaf með varnarstaðsetninguna á hreinu. Justin Hoyte er efnilegur unglingur, en miðað við það sem ég hef séð til hans á undirbúningstímabilinu er hann kannski ca. einu tímabili frá því að vera til í slaginn gegn hættulegustu liðunum. Það gæti líka farið svo að Kolo Toure spili þarna frekar ef Lauren er fjarverandi.
DL: Ashley Cole, Gael Glichy
Ashley Cole er einn af bestu vinstri bakvörðum í heiminum. Gríðarlega góður bæði sóknarlega og varnarlega en virðist svolítið of skapstór. Glichy er sennilega framtíðarbakvörður hjá franska landsliðinu og eiginlega alltof góður til að vera varamaður, þrátt fyrir ungan aldur. Svo lengi sem þeir eru ekki báðir meiddir þurfum við ekkert að hafa áhyggjur af vinstri bakvarðarstöðunni.
DC: Sol Campbell, Kolo Toure, Pascal Cygan, Philippe Senderos
Sol Campbell og Kolo Toure mynduðu eitt af bestu miðvarðarpörum deilarinnar í fyrra, og var einmitt sérstaklega ánægjulegt að sjá Kolo Toure springa út í þessari stöðu. Pascal Cygan hefur mikið verið gagnrýndur, en mér finnst hann vera ágætis varnarmaður til að eiga til vara. Hann er að mörgu leiti mjög sterkur varnarmaður en á það því miður til að gera bjánaleg mistök, eins og sást til hans í góðgerðaskildinum. Senderos kom til liðsins í fyrrasumar en fótbrotnaði. Hann leit vel út á undirbúningstímabilinu núna og er einn af þessum stórefnilegu unglingum sem gætu vel verið orðnir máttarstólpar í liðinu eftir nokkur ár.
MR: Freddie Ljungberg, Jermaine Pennant (Pires, Reyes, Bergkamp og jafnvel Gilberto Silva gætu vel leyst þessa stöðu í neyð)
Freddie Ljungberg er toppleikmaður með mikinn hraða og sprengikraft - mjög duglegur við að æða inn í vítateiginn og skora. Hann hefur hins vegar meiðst illa oftar en einu sinni og maður er því farinn að setja pínulítið spurningamerki við hann. Alveg möguleiki að Pennant geti farið að taka við - hann hefur mikla hæfileika og tímabil í láni hjá Leeds í fyrravetur hefur hert hann heilmikið. Á tímabili virtist sem Wenger ætlaði bara að losa sig við hann vegna agavandamála en við skulum vona að strákurinn hafi tekið í hnakkadrambið á sjálfum sér.
ML: Robert Pires (enginn sem beinlínis á heima hér annar er Pires, en margir sem geta leyst af: Ljungberg, Cole, Glichy, van Persie, Reyes, Edu)
Robert Pires er frábær kantmaður, rosalega leikinn og skorar mikið. Hann er reyndar eini maðurinn í liðinu sem kallast vinstri kantmaður, en fullt af fínum mönnum sem geta spilað þarna þegar hans nýtur ekki við.
MC: Patrick Vieira, Gilberto Silva, Edu, Mathieu Flamini, Cesc Fabregas
Erfitt að ímynda sér mikið betri miðju - jú væri auðvitað hægt að setja einhverja snillinga eins og Zidane þangað til að þetta líti flottar út en það gerist bara ekki mikið massívara en Vieira og annaðhvort GS eða Edu. Flamini og Fabregas eru framtíðarstjörnur en fá varla að spila mikið nema hinir meiðist eða fari í bann. Ég var reyndar farinn að hlakka til að sjá þá spila fyrst að Vieira væri á leiðinni til Madrid, en fyrst hann fór ekki þá verður hann alltaf first choice, enda rosalegur alhliða miðjumaður. Martröð allra liða sem spila við Arsenal: Vieira tæklar einhvern á miðjunni, nær boltanum, skilar honum til Bergkamp, Bergkamp sendir stungusendingu á Henry, mark. Allt á svona ca. 5 sekúndum. Það er svo öflugt að hafa svona monster á miðjunni.
FC: Thierry Henry, Dennis Bergkamp, Jose Antonio Reyes, Robin van Persie, Jeremie Aliadiere
Ekki ónýtur mannskapur þarna. Hvað sem EM líður þá er Henry einhver hæfileikaríkasti sóknarmaður heimsins, með ótrúlegan hraða og tækni. Á sínum bestu dögum leikur hann sér að því að vaða í gegnum varnir andstæðinganna. Á sínum verstu dögum gerir hann það bara tvisvar eða þrisvar í leik. Bergkamp er þrátt fyrir aldurinn einn af mikilvægustu mönnum liðsins. Það sást allvel í Góðgerðarskildinum að hann hefur alveg ótrúlega sýn á það sem er að gerast á vellinum. Hann sér alltaf hlaupin hjá samherjum sínum og er sennilega sá besti í heiminum að gefa “killer pass” Fyrrum Arsenal hetjan Tony Adams sagði um daginn, spurður að því hvort það yrði ekki vont fyrir Arsenal að missa Vieira, að hann hefði meiri áhyggjur af því hvað Arsenal myndi gera þegar Bergkamp færi. Reyes er svo þriðji snillingurinn þarna - var ekki viss um hann, en undirbúningstímabilið hefur sýnt að hann er á góðri leið með að verða stórstjarna. Svo eigum við eftir að sjá betur hvernig rætist úr van Persie og Aliadiere.
Getur einhver láð mér að vera bjartsýnn fyrir næsta tímabil? Menn geta rifist um hæfileika þessa manna en að mínu mati erum við að meðaltali rúmlega tvo menn í hverri stöðu sem eru mjög góðir eða frábærir.
Líklegt byrjunarlið ef allir eru heilir:
GK: Lehman
DR: Lauren
DL: Cole
DC: Campbell
DC: Kolo Toure
MR: Ljungberg
ML: Pires
MC: Vieira
MC: Gilberto Silva
FC: Bergkamp
FC: Henry
Og svona að gamni - stjörnum prýtt Arsenal lið eftir fimm ár?
GK: Graham Stack
DR: Justin Hoyte
DL: Gael Glichy
DC: Kolo Toure
DC: Philippe Senderos
MR: Jermaine Pennant
ML: Robin van Persie
MC: Mathieu Flamini
MC: Cesc Fabregas
FC: Jose Antonio Reyes
FC: Jeremie Alidiadiere
???ojæja, ætli það verði ekki einhverjir keyptir næstu fimm árin ;)