Besti þjálfari í heimi er Sir Alex Ferguson samkvæmt tölfræði á árangri fremstu þjálfara Evrópu og Suður-Ameríku. Man. Utd. unnið 63% leikja sinna undanfarin fjögur ár undir stjórn Ferguson. Þjálfari Bayern Munchen, Ottmar Hitzfeld, er í 2. sæti en lið undir hans stjórn hafa unnið 62% leikja sinna undanfarin fjögur ár. Louis Van Gaal og Carlos Bianchi eru jafnir í 3-4.sæti en Sven Göran Eriksson er svo fimmti með 56% árangur.
Ferguson trjónir einnig á toppnum á lista yfir þá þjálfara sem hafa unnið flesta titla, en United hefur unnið 30 titla (24 á Englandi) undir hans stjórn. Hitzfeld nær einnig öðru sætinu á þeim lista.