Leikmaður Charlton drukknar á æfingu
Sautján ára leikmaður unglingaliðs enska úrvalsdeildarfélagsins Charlton Athletic drukknaði í æfingubúðum á Englandi í gær. Liðsmenn unglingaliðsins voru við þrekæfingar í aðstöðu breska hersins í Aldershot þegar slysið varð. Lögregla á staðnum hóf þegar í stað rannsókn á tildrögum slyssins.