Manchester United leikur gegn Bayern Munchen í Evrópukeppninni á morgun og má búast við hörkuleik. Menn hafa verið að nota tækifærið að undanförnu og verið að skjóta á hina og þessa.
Brassinn Giovane Elber hefur ekki mikið álit á David Beckham og segir hann alls ekki vera í heimsklassa. “Hann getur gefið góðar sendingar en fyrir utan það er hann ekkert betri en hver annar.” segir Elber. Brassinn er ekki að gera lítið úr andstæðingnum fyrir leiki í fyrsta sinn því hann gerði það sama fyrir leikinn gegn Arsenal er hann sagðist ekki bera neina sérstaka virðingu fyrir Arsenal þar sem þeir væru aðeins miðlungslið. Hann skoraði svo sigurmark leiksins.
Fyrrum leikmaður Bayern, Markus Babbel hjá Liverpool, hefur hins vegar ekki mikið álit á Fabien Barthez og segir að hann sé einn veikasti hlekkurinn í liði Man.Utd. Hann hvetur Bayern Munchen til þess að pressa stíft á Barthez á morgun því þá muni hann gera mistök. “Hann er alltaf við það að gera mistök og ef sóknarmenn Bayern verða vel vakandi í leiknum þá geta þeir nýtt sér það.” sagði Babbel.
Jaap Stam hefur líka sitt að segja og hefur hann ásakað leikmenn Bayern um að vera hrokafulla.
Annars er það að frétta af Manchester United að þeir eiga að geta stillt upp sínu sterkasta liði á morgun gegn Bayern svo þeir eiga ekki að að hafa neinar afsakanir ef þeir tapa. Svo var Sheringham að fá nýjan samning og aldrei að vita nema hann hafni honum þar sem hann er víst ekki sáttur við það að samningurinn er bara til eins árs.
En allavega… ef þið ætlið að horfa á leikinn á morgun þá segi ég bara Góða skemmtun!