Sælir hugarar
Mig hefur alltaf langað svolítið til að gera grein um eina setningu sem áhveðinn þjálfari sagði við mig fyrir 1 ári. Setningin hljóðaði svo “stjörnur búa ekki til lið, lið búa til stjörnur” þetta er hægt að rekja til nokkra liða t.d. Chelsea og Real Madrid.
Ég fylgdist vel með spænska boltanum og þeim enska í allan vetur og
þegar ég sá að Valencia voru orðnir meistarar, stökk ég upp úr stólnum sem ég sat í og dansaði um af gleði. Sama sagan var á Englandi, Chelsea og Real Madrid þurftu að bíta í það súra epli að lenda í 2.sæti, 2.sæti telst nú mjög gott jújú, en ekki með þessi störnulið tökum dæmi, Chelsea: Makalele, Crespo, Mutu, Desally og Joe Cole. Real Madrid: Ef ég myndi telja upp allar stjörnurnar í Real Madrid þá myndi þessi grein aldrei enda!
Ókey svo var Jose Mourinho. ráðinn þjálfari Chelsea, hann ætlaði að gera einhverjar rosa breytingar á liðinu og fækka mönnum mikið. Í einu frétta viðtali við Jose sagði hann að fjórir senterar væri alltof mikið og að hann myndi sko fækka þeim, en viti menn Kezman, Eiður, Mutu, Drogba. Hey Jose þetta eru 1 2 3 fjórir menn!
Nú orðið finnst mér knattspyrna ganga svolítið mikið peninga t.d.
hann Roman sem keypti Chelsea og oft er í fréttum að eitthvað félag ætli bara að kaupa Man Utd og svo var það einhver tælendingur sem hafði áhuga á Liverpool. En ég er samt mjög sáttur við að menn eru að átta sig á þessari setningu “stjörnur búa ekki til lið, lið búa til stjörnur”
Bless í bili
og takk fyrir mig!