Við skulum ekki gleyma því að KR-ingar eru komnir með Sigurvin Ólafsson sem hefur skorað grimmt upp á síðkastið, og aldrei að vita að hann sé það sem KR-ingum hefur vantað á miðjuna, þ.e. sóknarþenkjandi maður.
Og svo herma fréttir að Indriði Sig sé á leiðinni heim aftur eftir að hafa verið síðasta ár í Noregi (ef ég man rétt) og fengíð fá tækifæri. Það væri ekki slæmt að fá hann til viðbótar í vörnina.
Og að lokum er það svo blökkumaðurinn sem á að styrkja sóknarlínuna okkar all-verulega, en eins og þið sjálfsagt vitið hefur hann verið að skora núna í þeim æfingaleikjum sem hann hefur tekið þátt í.
Þannig að ætla sér að afskrifa KR og segja að þeir hafi misst sinn besta mann o.s.frv. er bara þvættingur. Við misstum sannarlega 2 sterka menn (Andra og Jóhann Þ) en við erum búnir að fá nýja menn í staðinn og eins eru sterkir strákar að koma upp úr 2. flokki (t.d. Egill Atla), þannig að ekki kvíði ég sumrinu.
Þetta minnir mig að einhverju leiti á tímabilið 1999 þegar að Breiðablik var spútnikliðið framan af móti (eins og Fylkir í fyrra - þó Fylkir héldu sannarlega lengur út en Breiðablik) en gátu svo ekki skít árið eftir.
Kannski að það verði raunin fyrir Fylkismenn í sumar - nú verða þeir ekki lengur spútnik …
Ben