Fyrirliði Man Utd, Roy Keane, hefur lýst yfir áhuga á því að fara að snúa sér að þjálfun. Eftir þau ummæli er hann talinn líklegur arftaki Sir Alex Fergusons sem hættir eftir næstu leiktíð.
Keane hefur sýnt það að honum er alvara með þessum ummælum sínum, því hann hefur skráð sig á þjálfaranámskeið hjá knattspyrnusambandinu. Eftir það námskeið fær hann þau réttindi sem UEFA krefst til að menn geti tekið að sér að stjórna atvinnumannafélögum.