Kakha Kaladze, varnarmaður AC Milan, segir að forráðamenn AC Milan ætli sér stóra hluti á leikmannamarkaðinum næsta sumar. Kaladze segir að efstir á óskalista Milan séu Rivaldo, Mario Jardel og Rui Costa.
Orðrómur hefur verið í gangi um að Barcelona ætli að selja Rivaldo í sumar og kaupin á Jouan Roman Riquelme í gær kynda enn frekar undir þann orðróm þar sem Riquelme spilar sömu stöðu og Rivaldo. Jardel og Rui Costa eru báðir mjög ósáttir hjá sínum félögum og verða vafalítið til sölu næsta sumar.
“Stjórnarmenn Milan stefna hátt og við munum verða gríðarlega sterkir á næsta tímabili.” sagði kjaftaskurinn Kaladze.