Þeir sem fylgdust með leik Englendinga og Finna á laugardaginn, sáu það eflaust að Jari Litmanen lenti illa á hendinni og þurfti á aðhlynningu að halda. Nú hefur komið í ljós að hann hefur brákað á sér hendina og gæti þurft að horfa fram á að vera mánuð frá keppni. Við hér á liverpool.is höfum fulla trú á að læknaliðið á Melwood hristi einhvers konar spelku fram úr erminni þannig að kappinn geti spilað. Framundan er mjög þétt dagskrá hjá liðinu og við þurfum á öllum okkar styrk að halda. Eins og Litmanen spilaði gegn Englendingum þá gætum við varla án töfra hans verið.

Poolari