Mikið hefur verið rætt og ritað um félagaskipti í Englandi eins og öll önnur sumur. Ég ætla að renna yfir nokkur hér.

Djibril Cissé er væntanlegur til Liverpool í vikunni en Liverpool keypti hann af Auxerre fyrir margt löngu. Liverpool ætti ekki að lenda í framherjavandræðum á næsta tímabili með Baros, Owen og Cissé í framlínunni ásamt auðvitað Kewell.

Owen Hargreaves, landsliðsmaður Englands er samkvæmt sögusögnum á leið til Liverpool í stað Dietmar Hamann sem myndi þá fara aftur heim til Bayern. Ekki slæm skipti það fyrir Poolara.

Búlgarski landsliðsmaðurinn Marian Hristov gengur sennilega til liðs við Man. City í sumar fyrir litla fjárhæð en Kaiserslautern vill ekki missa hann frítt næsta sumar. Keegan þarfnast sárlega góðra og ódýrra leikmanna og því eru þetta líkleg kaup.

Dennis Rommedahl og Mateja Kezman fara til Charlton í sumar frá PSV ef allt gengur upp. Kaupverðið er óljóst en ljóst er að þetta er mikill liðsstyrkur fyrir Hemma Hreiðars og félaga.

Birmingham tryggði sér á dögunum Emile Heskey og einnig Muzzy Izzet og Steve Bruce mætir með sterkt Birminghamlið í ágúst. Spurningin var hvort Jesper Grønkjær kæmi líka en bakslag virðist hlaupið í þau kaup. Hann virðist í staðinn vera á leiðinni til Sevilla.

Nicky Butt hefur verið sterklega orðaður við Newcastle að undanförnu og Ferguson virðist reiðubúinn að selja Butt fyrir 4 milljónir punda. Robson vill styrkja miðjuna og gefa Shearer gott tækifæri til að bæta titlum í safnið. Þá vill Bolton einnig fá Butt.

Chelsea er sér kafli. Petr Cech, Paulo Ferreira, Smertin (kemur loksins), Deco og sjálfsagt fleiri ganga til liðs við Chelsea í sumar. Ekki má gleyma Arjen Robben sem kemur líka. Gerrard skrifaði á dögunum undir nýjan samning við Liverpool þannig að ekki kemur hann. Fjölmargir munu einnig fara frá Chelsea í sumar.

Pressan vill einnig meina að Nistelrooy fari til Real Madrid og peningarnir fyrir hann fari í Wayne Rooney. Stráklingurinn sló í gegn á EM og Ferguson er vel til í að kaupa hann.


Hér eru að lokum nokkur önnur líkleg félagaskipti:
Nuno Valente til Bolton.
Patrick Kluivert hefur verið orðaður við mörg ensk lið.
Siena vill næla í Allbäck.
Cheyrou fer líklega til Marseille.
Jordi Cruyff er til reynslu hjá Bolton.
Caldwell er farinn til Sunderland.
Juve vill fá Gallas.
Jason McAteer er farinn til Leicester.
Bobby Robson vill fá Beattie og Milner.

Það getur vel verið að ég hafi gleymt einhverjum en það verður að hafa það.