Samkvæmt heimasíðu knattspyrnudeildar ÍBV eru litlar líkur á því að Kjartan Antonsson, miðvörðurinn sterki hjá ÍBV, verði með í Evrópuleiknum gegn Hearts í kvöld. Kjartan meiddist á æfingu með liðinu á Selfossi í gær en lítið er vitað hversu alvarleg meiðslin eru. Þetta er mikið áfall fyrir ÍBV vegna þess að Kjartan hefur spilað stórt hlutverk í þessu liði ÍBV í sumar. Reiknað er með að Páll Almarsson verði í miðvarðarstöðunni ásamt fyrirliðanum, Hlyn Stefánssyni. Einng er öruggt að Tómas Ingi Tómasson og Hjalti Jóhannesson verða ekki með í kvöld vegna meiðsla.