Real semur við Del Bosque
Real Madrid hefur framlengt samning sinn við hinn farsæla þjálfara sinn, Vicente Del Bosque til næstu tveggja ára en Del Bosque var upprunalega ráðinn til bráðabirgða eftir að John Toshack var rekinn í desember 1999 en Real Madrid hefur sjaldan haldist lengi á þjálfurum sínum. Del Bosque hefur starfað hjá félaginu sem þjálfari og þar áður sem leikmaður í alls 30 ár. Ef hann klárar samning sinn verður hann þaulsætnasti þjálfari Real Madrid í 25 ár.