Eyjamenn töpuðu
Eyjamenn lutu í kvöld lægra haldi fyrir fyrir skoska liðinu Hearts í fyrri leik liðanna í Evrópukeppni félgslið. Gestirnir skoruðu tvö mörk gegn engu marki ÍBV á Laugardalsvellinum. Eyjamenn áttu lítið í leiknum og virtust hálf tregir við að taka á Skotunum sem unnu nánast hvert einasta návígi. Fyrri hálfleikur var markalaus en snemma í síðari hálfleik komust gestirnir yfir með góðu skallamarki Scott Severin. Eftir það var nokkuð ljóst hvort liðið myndi bera sigur úr býtum og Darren Jackson tryggði svo sigurinn með góðu skoti utan teigs á 67. mínútu.