Panucci í viðræðum við Chelsea
Ítalski varnarmaðurinn Christian Panucci segist vona að hann geti gengið til liðs við Chelsea en umboðsmaður hans er í viðræðum við forráðamenn félagsins. Hann er nú í herbúðum Inter Milan en er ekki í náðinni hjá þjálfara liðsins, Marcelo Lippi, sem er fús til að láta hann fara fyrir 350 milljónir króna.