Spænskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Emmanuel Petit gæti verið á leiðinni til Chelsea. Sumir ganga meira að segja svo langt að segja að umboðsmaður Petit sé nú þegar búinn að ná samkomulagi við Chelsea.
Það vita allir af því að Petit er hundóánægður hjá Barcelona. Bæði fær hann lítið að spila og þegar hann spilar þá er það ekki í þeirri stöðu sem hann vill spila.
Það er talað um að aðeins koma Arsene Wenger til Barcelona geti fengið Petit til þess að vera áfram hjá félaginu.
Ef Petit færi til Chelsea yrði lítil hamingja hjá stuðningsmönnum Arsenal