Stefan Effenberg hefur lýst því yfir að hann vilji spila á Englandi þegar samningur hans rennur út 2002 og að aðeins London komi til greina. Effenberg segist vera hrifinn af Arsenal og sérstaklega Tottenham en ég er ekki viss um að þessi félög hafi áhuga á 33 ára gömlum Effenberg. Það er frekar að Chelsea reyni að setja sig í samband við hann.
Orðið er úti á götum um það að Klinsmann gamli hafi ausið lofi yfir Tottenham í eyru Effenbergs þannig að White Hart Lane virðist ætla verða endapunktur hjá þessum magnaða knattspyrnumanni og held ég að það sé bara vel fyrir okkur Spurs aðdáendur. Bara vonandi hann verði seigari en Freund.
Það hlýtur að vera einhvað mikið að ef menn vilja spila fyrir Tottenham, því þetta lið er eitt það leiðinlegasta sem til er í enska boltanum fyrir utan Bradford
Djöfullinn er að ykkur maður!! Tottenham er stórkostlegt félag með eina stærstu sálina í boltanum. Hlutirnir hafa ekki gengið nógu vel upp á síðkastið en eftir að Hoddle var ráðinn í dag er eina leiðin upp og það yrði okkur mikill liðsstyrkur að fá jaxl eins og Effenberg inn á miðjuna þar sem festuna hefur vantað.
Verði þér að kúk og skít og hafðu góðar hægðir! Gazza
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..