Everton vill McManaman
Enska úrvalsdeildarliðið Everton hefur lýst yfir áhuga sínum á að kaupa enska landsliðsmanninn Steve McManaman frá Real Madrid. McManaman, sem lék áður með Liverpool, er ekki lengur í náðinni hjá þjálfara Real Madrid og hefur verið settur á sölulista.