Áfram efstir
Fylkismenn sýndu glæsileg tilþrif, mikinn baráttuhug og uppskáru mark á 16. mínútu þegar þeir fengu Fram í heimsókn í Árbæinn í gærkvöld en það stóð aðeins yfir fyrstu 20 mínúturnar. Eftir það voru þeir á hælunum en sluppu fyrir horn því gestirnir voru ekki betri og Fylkir vann því 1:0. Úrslitin tryggja Fylkismönnum áfram toppsæti deildarinnar en Framarar verða að hífa upp sokkana í 8. sæti deildarinnar.