Allir óánægðir í Garðabænum
Það fóru allir óánægðir af leik Stjörnunnar og Keflavíkur í Garðabænum í gær, ekki endilega vegna þess að leikurinn hefði verið svo leiðinlegur, heldur fyrst og fremst vegna þess að stuðningsmenn liðanna töldu að sitt lið hefði átt að fá öll stigin. Og þeir höfðu nokkuð til síns máls, en liðin skildu engu síður jöfn, 1:1.