Skallamörk Ásmundar dugðu ekki til
KR-INGAR sýndu að þeir gera enn tilkall til toppbaráttunnar í efstu deild karla, er þeir sigruðu sprækt lið Breiðabliks úr Kópavogi með þremur mörkum gegn tveimur í Vesturbænum í gærkvöldi. Tölurnar gefa ef til vill ekki rétta mynd af leiknum, því KR-ingar komust í 3:0, en varamaðurinn Ásmundur Arnarsson minnkaði muninn í eitt mark með tveimur glæsilegum skallamörkum undir lokin.