Lék 500. deildaleikinn
Arnór Guðjohnsen náði í gærkvöldi sögulegum áfanga þegar Valsmenn tóku á móti Skallagrími úr Borgarnesi í 1. deildarkeppninni á heimavelli sínum að Hlíðarenda. Hann varð þar með fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn frá upphafi sem leikur 500 deildaleiki á ferli sínum. Af þeim eru allir nema 41 í efstu deild í fjórum þjóðlöndum, Íslandi, Belgíu, Frakklandi og Svíþjóð.