Lennon áfram hjá Leicester
Neil Lennon, miðvallarleikmaður Leicester, hefur samþykkt að framlengja samning sinn við félagið um fjögur ár. Hann hafði verið orðaður við Glasgow Celtic þar sem fyrrum knattspyrnustjóri Leicester, Martin O´Neil, er við stjórnvölinn. Hafði Leicester hafnaði tilboði frá skoska félaginu í Lennon upp á 7,5 milljónir punda.