Hörður á skotskónum
“VIÐ spiluðum undir getu í þessum leik. Það vantaði kraft í leik okkar og gegn öðrum liðum hefði það getað reynst dýrt,” sagði Hörður Magnússon, sem skoraði bæði mörk FH í 2:0 sigri gegn Tindastóli í Kaplakrika. FH er áfram í efsta sæti deildarinnar, hefur 28 stig, einu fleira en Valsmenn sem fylgja Hafnarfjarðarliðinu sem skugginn eftir 5:0 sigur á Skallagrími.