Tore Andre Flo hefur lýst því yfir að pressan á honum í Skotlandi sé fáránlega mikil. Hann segir að honum líði eins og glæpamanni ef honum tekst ekki að skora þrennu í hverjum leik. Aðdáendur Rangers eru mjög kröfuharðir og tala um að það eigi að hengja hann, tala um að hann geti ekki spilað fótbolta og sé sóun á peningum. Leikmenn sem spila fyrir lið sem þekkir ekkert annað en að vinna titla verða að geta lifað við það að aðdáendur liðsins verða mjög svektir ef enginn titill vinnst á tímabili eins og er að gerast núna hjá Rangers. En Flo hefur aðeins skorað 8 mörk í 15 leikjum, sem er ágæt tölfræði þrátt fyrir að Skoska deildin sé slök fyrir utan tvö til þrjú lið.
Það segir kannski heil mikið um styrk deildarinnar að hinn frábæri Henrik Larson sem hefur skorað 47 mörk á tímabilinu segist ekki vera nógu góður til að spila með einu af stóru liðum Evrópu og ætli þess vegna að enda ferilinn hjá Celtic. Þetta eru góðar fréttir fyrir Celtic en Henke getur skorað að vild í skosku deildinni.