Winnie ekki meira með
Allt bendir til þess að skoski varnarmaðurinn David Winnie leiki ekki meira með liðinu í sumar. Winnie hefur verið frá í nokkurn tíma, eftir að hann meiddist á æfingu KR fyrir fyrri Evrópuleikinn gegn Bröndby í Kaupmannahöfn, og entist aðeins í ríflega tuttugu mínútur gegn Blikum í gær. Ljóst er að meiðsli leikmannsins eru alvarleg og svo gæti farið að hann hafi leikið sinn síðasta leik fyrir KR