Fyrstu umferð lokið - meistarar KR byrja illa Fyrsta umferð landsbankadeildarinnar fór fram um helgina. Opnunarleikur mótsins var á laugardaginn þegar KR-ingar mættu FH á heimavelli. Ég sá aðeins þá viðureign svo umfjöllun mín um hann verður mun lengri en um hina leiki helgarinnar, en viðureignir og úrslit umferðinnar voru eftirfarandi;

KR 0 - 1 FH
KA 1 - 2 Keflavík
ÍA 1 - 1 Fylkir
Grindavík 1 - 1 ÍBV
Fram 3 - 0 Víkingur R.

KR-ingar tóku á mótu FH á heimavelli sínum við frostaskjól síðastliðinn laugardag eins og áður kom fram. Eitthvað vantaði af lykilmönnum meistaranna, sem kannski hafði einhver áhrif á úrslitin. Leikurinn var í beinni á Sýn og hófst ágætlega fyrir bæði lið. KR-ingar áttu þó án efa besta færið í fyrri hálfleik. Mikill misskilningur varð á milli varnarmanna KR á 26. mínútu og sóknarmaður FH hann Atli Viðar Björnsson nýtti sér tækifærið og afgreiddi boltann í netið framhjá Kristjáni Finnbogasyni. Lokaúrslit leiksins sem var almennt tilþrífalítill voru KR 0 - 1 FH. Eitt sem vakti þó athygli mína var ungi miðjumaður KR hann Kjartan Henry Finnbogason. Hann var ótrúlega sterkur og skapaði mörg marktækifæri. Afar efnilegur leikmaður hér á ferðinni, en hann byrjaði inná að ég held og hefur spilað með KR síðan á unga aldri, en hann er í kringum 18 ára gamall.

Á Akureyri tókust á KA og Keflavík. Keflvíkingar komu uppúr fyrstu deild, og byrjuðu á því að fá á sig mark á 28. mínútu, sem Hreinn Hringsson skoraði fyrir Akureyringa. Jónas Sævarsson svaraði þó fyrir Keflavík á 56. minútu, og Hólmar Örn Rúnarsson tryggði Keflvíkingum sigur með marki á 74. mínútu. KA 1 - 2 Keflavík

Á skaganum tók ÍA á móti liðinu úr árbænum Fylki. Árbæingar lönduðu fyrsta markinu sem Sævar Þór Gíslason skoraði á 28. mínútu. Kanadíski leikmaður skagamanna jafnaði þó leikinn á lokamínútu leiksins þeirri 90. með marki sem tryggði báðum liðum einungis eitt stig útúr viðureigninni, ÍA 1 - 1 Fylkir.

Grindvíkingar mættu Vestmannaeyingum í Grindavík í dag. Leikurinn var tíðindalítill. ÍBV komust yfir á 56. mínútu með marki sem Magnús Már Lúðvíksson skoraði en Grétar Hjartarson sá lúmski vandræðagemlingur jafnaði leikinn fyrir Grindvíkinga á 71. mínútu. Grindavík 1 - 1 ÍBV.

Síðast leikur fyrstu umferðar var leikinn í kvöld. Hann fór fram á laugardalsvelli þar sem Frammarar tóku á móti nýliðum deildarinnar úr fossvoginum, Víking Reykjavík. Heilladísirnar voru ekki með Víkingum í kvöld þar sem Fram völtuðu yfir nýliðana. Þorvaldur Makan Sigbjörnsson skoraði fyrsta mark Frammara á 5. mínútu, Fróði Benjaminsen bætti við öðru marki á 12. mínútu og Andri Fannar Ottósson bætti því þriðja við á 42. mínútu. Leikurinn endaði 3-0 fyrir Fram.

Á toppi deilarinnar sitja þá Frammarar með þrjú stig og þrjú mörk. Í öðru sæti eru Keflvíkingar með einn sigur og þarafleiðandi þrjú stig en einungis tvö mörk., og í þriðja sætinu sitja FH-ingar með þrjú stig og eitt mark. Á botninum eru íslandsmeistarnir úr vesturbænum, KR, ásamt Víking R. nýliðum deildarinnar. Liðin fara að hrökka almennilega í gang í komandi umferðum, en fyrsta umferð mótsins einkennis oft af þungri spilamennska en menn rétt að vakna eftir frí síðan í september.

kveðja,
DrEvil - stjórnandi á Landsbankadeildinni
hallihg@simnet.is