Ísland tapaði fyrir Búlgaríu, 2:1, í undankeppni HM í knattspyrnu. Ísland komst yfir á 25. mínútu með marki frá Ipswich manninum Hermanni Hreiðarssyni. Hemmi átti fast skot að marki og boltinn endaði í netinu. Búlgarar náðu að jafna metin á 35.mínútu. Það var enginn annar en Krassimir Chomakov sem skoraði. Hann fékk boltann fyrir utan teig og bombaði í netið án þess að Árni Gautur ætti möguleika á að verja skotið. Það var svo hinn mikli Dimitar Berbatov sem tryggði Búlgurum sigurinn á 12 mínútum fyrir leikslok þegar hann skoraði af stuttu færi inn í teig eftir klaufaskap. Vendipunktur leiksins kom líklegast á 40. mín er Mike Riley dómari rak Lárusi Orra út af fyrir að klappa einum Búlgaranum á kinn. Búlgarinn sýndi leikræna tilburði sem nægðu til þess að sannfæra Dóma um að Lárus hefði slegið hann. En furðulegt var að endursýningar sýndu að Riley sá ekki atvikið!!!
En vonbrigðin mikil. Við þurfum að bíða enn lengur eftir því að sjá landsliðið komast á sína fyrstu heimsmeistarakeppni, en eigum við það nokkuð skilið? Erum við með nógu sterkan mannskap?