Breska pressan greinir frá því í dag að Gerard Houllier, stjóri Liverpool, hafi sett sig í samband við forráðamenn Glasgow Rangers til þess að athuga hvort þeir hafi áhuga á að selja fyrirliða sinn, Barry Ferguson, næsta sumar.

Talið er að Liverpool hafi beðið um að fá fyrsta kauprétt ef þeir ákveði að selja. Ef Rangers ákveður að selja mun upphæðin ekki vera undir 10 milljónum punda.

Leeds, Chelsea og Arsenal er líka á meðal þeirra liða sem talin eru hafa áhuga á Ferguson.