Goram til Manchester United
Andy Goram, fyrrum landsliðsmarkvörður Skota hefur gengið til liðs við Manchester United frá skoska úrvalsdeildarliðinu Motherwell sem lánsmaður út tímabilið. Goram sem er 36 ára gamall og var til margra ára markvörður Glasgow Rangers kemur til með að fylla skarð Fabiens Barthez en hann og varamarkvörðurinn, Raymond van der Gouw verða hugsanlega ekki meira með á tímabilinu. Alex Ferguson tefldi fram ungum markverði, Paul Rachubka í deildarleik gegn Leicester um síðustu helgi en vill hafa reynslumeiri mann í markinu í leikjunum við Bayern München í meistaradeildinni. Ferguson var einmitt landsliðsþjálfari Skota þegar Goram lék sinn fyrsta landsleik árið 1986.