Já, ég held að það sé orðið tímabært að koma þessu áhugamáli af stað enda stutt í það að herlegheitin fara að byrja. Það er alveg ljóst að það er spennandi sumar framundan og í deildinni eru 10 lið sem geta öll unnið alla.
Deildin byrjar á leik KR-FH liðunum sem lentu í 1 og 2 sæti í haust. FH-ingar gleyma seint síðasta leik liðanna í fyrra sem endaði 7-0 fyrir FH. Þeim leik reyna að KR-ingar sennilega að gleyma sem fyrst en þeir fá þó tækifæri til þess að hefna ófaranna í fyrsta leik þann 15.maí.
Ég ætla að skella hér fram minni spá fyrir sumarið:
1)FYLKIR: Ég held að hungrið sé orðið það mikið í árbænum að ég held að þeir klári dæmið núna. Með tilkomu nýs þjálfara og nokkra nýrra leikmanna ætti það hæglega að vera hægt. Það er ljóst að Björgólfur Takefusa og Ólafur Stígsson verða þeim mikill liðstyrkur.
2)KR: Nú er enginn Veigar Páll lengur sem var að mínu mati þeirra drifkraftur á síðustu leiktíð. En það kemur maður í mannsstað og að venju held ég að KR-ingar verði í toppbarátunni. Þeir eru búnnir að fá til sín sterka leikmenn og KR-ingar verða til allslíklegir í ár.
3)FH: FH-ingar halda öllum sínum mannskap frá því í fyrra þ.á.m. Allan Borgvardt besta leikmanni síðustu leiktíðar. Einnig er danska tríóið fullkomnað en Simon Karkov danskur leikmaður er genginn til liðs við hafnarfjarmafíunna. Einnig er Ármann Smári Björnsson kominn, og með tilkomu þeirra verða FH-ingar gríðarlegasterkir í sumar.
4)ÍA: Skagamenn verða sterkir að venju. Nýi Kanadíski leikamðurin þeirra gæti orðið þeim mikill liðstyrkur. Óli Þórðar veit alveg hvað hann er að gera.
5)FRAM: Ég held að Framarar verða sterkir í sumar. Nýir þjálfarar og nokkrir sterkir leikmenn þar á meðal Ríkharður Daðason gerir það að verkum að Framar gætu hæglega blandað sér í toppbaráttuna.
6)ÍBV: Eyjamenn eru fyrir mér nokk óskrifað blað. Það eru komnir leikmenn fyrir þá sem farnir eru en ég held að þeir eigi eftir að standa fyir sínu
7)KEFLAVÍK: Þetta lið gæti orðið spútnik lið sumarsins. Þeir eru með ungt lið sem geta velgt stærri liðiðunum undir uggum. Þeir eru með mjög færan þjálfara sem kann vinnuna sína betur en margir aðrir.
8)GRINDAVÍK: Fyrir mér er þetta Grindarvíkurlið alveg óskrifað blað. Þeir eru komnir með nýjan þjálfara. En það er ljóst að ef þeir ná að smella saman og sleppa við meiðsli gæti þetta lið blandað sér mun ofar en þetta.
9)KA: Þetta gæti orðið erfitt sumar fyrir KA. Það gæti þó brugðið til beggja vona. Þeir hafa misst sterka leikmenn og verður erfitt að fylla skarð þeirra.
10)VÍKINGUR: Það er ljóst að þetta verður afar erfitt sumar fyrir þá röndóttu. Þeim vantar bráðvantar markaskora sem gæti orðið æ meira vandamál er líður á sumarið. Siggi Jóns þjálfari segist ætla að treysta á unguleikmennina og það verður spennandi að sjá hvernig þeim vegnar í sumar.
Jæja þá er þetta komið á blað. Eins og ég sagði áðan eru þetta lið sem geta öll unnið alla á góðum degi. Margir hafa talað um það styrkleikaflokkarnir séu orðnir tveir í deildinni þar að Fylkir,KR,FH og ÍA séu í sérflokki en ég er samt ekki sammála því. Þau verða samt án vafa sterk í sumar.
Sem sagt spennandi mót framundan og núna bíður maður bara spenntur eftir fyrsa leik þann 15.maí.
…Megi besta liðið vinna !