Arnar frá í nokkrar vikur
Arnar Gunnlaugsson, Skagamaðurinn knái hjá Leicester City, gekkst í síðustu viku undir skurðaðgerð vegna meiðsla í nára og verður hann frá æfingum í að minnsta kosti tvær vikur. Arnari hafði gengið mjög vel að undanförnu og var bjartsýnn á veturinn en meiðslin í náranum komu á undirbúningstímabilinu og því er allt eins víst að Arnar verði ekki klár í slaginn hjá Leicester fyrr en eftir 4-6 vikur.