Boksic til Middlesbrough
Middlesbrough hefur gengið frá kaupum sínum á Króatanum Alen Boksic frá Lazio. Kaupverðið er 2,5 milljónir punda, um 300 milljónir íslenskra króna. Boksic hefur þegar fengið atvinnuleyfi og getur því leikið í opnunarleik Middlesbrough á þessari leiktíð, í útileik gegn Coventry. Talið er að Boksic verði launahæsti leikmaður Bretlandseyja og hafa tölur allt að 63000 pundum (7 milljónir króna) á viku verið nefndar. Bryan Robson, stjóri liðsins, vísar þessu þó á bug.