Fowler frá í mánuð
Robbie Fowler, fyrirliði enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool, hefur tilkynnt að hann muni verða frá í mánuð vegna ökklameiðsla sem hann hlaut í vináttuleik gegn skoska liðinu Glentoran fyrir skömmu. Hann mun því missa af fyrstu umferðum ensku deildarkeppninnar. Þrátt fyrir meiðslin er Fowler bjartsýnn á góðan bata og hann segist koma inn á fullu eftir mánuð.