8 milljónir punda fyrir Lennon
Ef Leicester-leikmaðurinn Neil Lennon ætlar að fylgja sínum gamla stjóra, Martin O'Neill, til Glasgow Celtic verður sá síðarnefndi að reiða fram 8 milljónir punda ef marka má orð nýja stjórans á Filbert Street í Leicester, Peter Taylor. O'Neill hefur gert tilboð í Lennon upp á 6,5 milljónir punda, en Taylor neitaði því boði og vonast til að geta haldið í Norður-Írann, sem O'Neill keypti á sínum tíma fyrir aðeins 500.000 pund frá Crewe.