Maradona vildi spila gegn United
Argentínska knattspyrnugoðið Diego Maradona lýsti yfir áhuga sínum á að spila með maltneska liðinu Birkirkara gegn Manchester United í leik sem fram fer í kvöld(9/8). Maradona var þó ekki til í að spila ókeypis því hann vildi fá tæpar tuttugu milljónir fyrir að spila leikinn. Þetta fannst forráðamönnum Birkirkara, sem KR sló út í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu á dögunum, of mikið og afþökkuðu gott boð. Maradona hefur fengið leyfi frá læknum til að spila knattspyrnu á ný og vildi gjarnan keppa gegn einu besta félagsliði heims