
Cole hefur verið í byrjunarliðinu 11 sinnum en hefur ekki enn tekist að skora, ástæðan er sú að hans sögn að þeir Glenn Hoddle og Kevin Keegan hafi aldrei haft neina trú á honum. “Það er gaman að vera í liði þar sem þjálfarinn styður þig. Þetta er í fyrsta skipti sem ég fæ einhvern stuðning hjá landsliðsþjálfara. Þeir hafa rétt á að hafa skoðun en mér var alveg sama hvað þeim fannst. Ég vissi alltaf að ég gæti staðið mig með landsliðinu.”
Segir Cole, en hann er ekki eini Englendingurinn sem er ánægður með nýja sænska landsliðsþjálfarann.