Michael Duberry, sem stakk Jonathan Woodgate í bakið í gær, jarðaði hann endanlega í dag þegar vitnaleiðslur yfir honum héldu áfram.

Duberry sagði í dag að ráðgjafi frá Leeds hafi ráðlagt honum að ljúga til um það hvað gerðist þessa örlagaríku nótt þegar Woodgate, Bowyer og félagar réðust á ungan asíubúa, Sarfraz Najeib að nafni.

Duberry, sem er sjálfur ákærður fyrir að hafa staðið í vegi fyrir réttlætinu, sagði að hann hefði logið að lögreglunni í upphafi þar sem hann hafi viljað vernda besta vin sinn og félaga, Woodgate.

Þegar hann var svo sjálfur handtekinn fór samviskan eitthvað að plaga hann og því hafi hann ákveðið að segja sannleikann sem á eftir að koma “besta vini” hans um koll.