Hann er víst frekar vafasamur….
Það er óhætt að segja að Andy Goram sé litríkur kappi.
Andy Goram hefur gert þriggja mánaða samning við Englandsmeistara Manchester United og bendir flest til þess að hann muni standa á milli stanganna er United mætir Bayern á Old Trafford 3. apríl næstkomandi.
En hver er Andy Goram? Flestir vita að hann er einn besti markvörður allra tíma sem komið hefur frá Skotlandi og talar ferillinn hans sínu máli. En hann á sínar dökku hliðar og á þeim höfum við áhuga. Hér á eftir verður stiklað á stóru í “sakaskrá” Goram og kemur margt skemmtilega á óvart þar. Því hann hefur gert marga skandalana um ævina sem flestir tengjast drykkju, veðmálum og kvennafari.
- Goram fæddist í Bury 1964. Hann byrjaði ferilinn hjá Oldham, fór þaðan til Hibernian og svo til Rangers. Það var fyrst þá sem hann fór að komast á baksíður blaðanna á röngum forsendum.
- Árið 1989 skildi Goram við fyrstu eiginkonu sína. Hún ásakaði hann um að spila golf með Ally McCoist á meðan hún var að fæða þeirra fyrsta barn. Það var þó ekki golfið sem fór í taugarnar á henni, heldur drykkjan sem fylgdi á eftir. Goram skilaði sér á endanum upp á fæðingardeild þar sem hann stimplaði sig rækilega inn með því að æla á gólfið á fæðingardeildinni.
- Goram var ávallt mikill drykkjuhrútur og viku fyrir úrslitaleik skoska bikarsins 1994 datt hann rækilega í það. Sú drykkja endaði í Tenerife þar sem hann vaknaði fatalaus, peningalaus og án vegabréfs. Þegar honum tókst loks að skila sér heim var honum kastað úr liðinu og endaði leikurinn með því að varamarkvörður Rangers gaf hrikalegt mark sem kostaði Rangers sigurinn.
- Ári seinna gekk Goram út frá skoska landsliðinu, degi fyrir leik Skota og Grikkja, þar sem hann sagðist ekki vera andlega heill. Sögusagnir um klofinn persónuleika fylgdi í kjölfarið. Félagar hans í Rangers tóku þessu sem léttu
gríni og hengdu spennitreyju á skápinn hans á næstu æfingu og stuðningsmenn Rangers byrjuðu að syngja, “Það eru aðeins tveir Andy Goram.”
- 23. desember 1996 reyndi önnur eiginkona Goram að svipta sig lífi. Hún sagði að líferni Goram, sem einkenndist af drykkjuskap, veðmálum og kvennafari, hefði dregið úr henni allan kraft. Goram baðst vægðar en aðeins tveim dögum síðar gekk hann út frá jólamáltíðinni, fékk lánuð 200 pund hjá konunni og fór beint til viðhaldsins. Hann stoppaði reyndar á leiðinni til að veðja aðeins og einnig keypti hann ilmvatn handa ástkonunni.
- Fleiri kvennavandræði komu upp tveim árum síðar er Goram gekk út frá landsliðinu daginn fyrir HM 1998 eftir að slúðurblaðið The Sun hafði birt frétt um að Goram hefði greitt Janice Dunn, sem sat í stjórn Celtic, 900 pund svo hún gæti eytt barni sem hann átti víst með henni. Daily Record birti stuttu síðar frétt að Goram skuldaði milljónir vegna veðmála.
- Samningur Goram við Rangers fékkst ekki framlengdur eftir þessa uppákomu og því fór hann til Motherwell. Hann hefur gert nokkra skandalanna þar en ekki tekur því að fara út í þá hér þar sem þeir ná ekki sama plani og fyrri
skandalar.
Spurning hvað þessi umdeildi leikmaður gerir gegn Bayern?