Fylkismenn með fimm stiga forskot
Fylkismenn juku forystu sína í Landssímadeildinni í fimm stig með sigri á Frömurum í kvöld, 1:0. Fylkir hefur nú 29 stig en KR-ingar, sem unnu nauman sigur á Breiðabliki 3:2 eftir að hafa skorað fyrstu þrjú mörkin, eru komnir upp fyrir Eyjamenn í annað sætið með 24 stig. Þeir eiga þó leik til góða á Fylki og geta minnkað muninn í tvö stig.