Peter Harrison, umbinn hans Rivaldo´s segir hann vera við það að skrifa undir hjá Bolton.
Sam Allardyce hefur nú landað “eldri” hetjum áður, eins og Ivan Campo og Youri Djorkaeff og gert góð kaup í, ja, við skulum segja Jay-Jay Okocha en Rivaldo er nú jafnvel frægari en Guðni Bergs – ha!
Kallinn, sem verður 32 ára á mánudag, bara ári eldri en landi hans og félagi Roberto Carlos sem varð 31 fyrir 12 dögum og er sennilega líka á leið til Englands, dvelur nú á hóteli í Manchester og heldur á penna, tilbúinn til að skrifa nafnið sitt ef honum líst vel á dílinn.
AC Milan, Barcelona og Bolton, það eru engin smálið á ferilskránni hjá manninum sem fékk boltann í lærið en meiddi sig í andlitinu hérna á móti Tyrkjum fyrir næstum tveim árum!
Rivaldo spilaði síðast með Cruzeiro í Brasilíu en hætti þar í febrúar og vantar lið.
Hann fór til Barcelona frá Deportivo La Coruna fyrir 16 millur árið 1997 sem þá var bara allnokkur peningur og var svo kosinn knattspyrnumaður heims 1999 þannig að ef eitthvað lifir í gömlum glæðum þá ætti hann að gagnast Bolton eitthvað. Mér persónulega finnst þó hafa verið fullmikið vesen á gæjanum að undanförnu til þess að taka hann alvarlega enda gerir hann ótrúlegar kröfur um laun en þess má geta að Leeds bauðst að fá hann frítt fyrir einhverjum tveimur árum held ég en þeir vildu ekki borga svona gríðarleg laun. Hann Peter Harrison, umbinn ógurlegi, segir að peningamálin hafi verið rædd þótöluvert í þessum samningum en vonast til að landa samningi strax í dag.