Manchester United hafa keypt gamla brýnið Andy Goram frá skoska liðinu Motherwell. Goram, 36 ára, var landsliðsmarkvörður Skota til margra ára og er núverandi fyrirliði Motherwell.
Ástæðan fyrir því að United keypti Goram er sú að forráðamenn Blackburn voru ekki tilbúnir að lána Alan Kelly til United. Þar sem óvíst er hvort Barthez gæti verið í markinu í Evrópuleiknum gegn Bayern vegna meiðsla þurfti Ferguson að vera fljótur að finna markmann þar sem hann treystir ekki Paul Rachubka.