AC Milan hefur borist tilboð frá Arsenal í úkraínska sóknarmanninn Andriy Shevchenko að því er fram kemur í úkraínskum fjölmiðlum. Lundúnaliðið mun þó ekki vera eitt um hituna þar sem Evrópumeistarar Real Madrid hafa einnig sýnt leikmanninum áhuga.
“Ég er bara knattspyrnumaður og það er mitt starf að spila fótbolta,” segir Shevchenko. “Ég læt forráðamönnum félagsins alveg eftir að ákveða hvort ég verð seldur eða ekki. Á meðan ekkert breytist er ég leikmaður AC Milan og ég mun gera mitt besta til að hjálpa liðinu að ná sómasamlegu sæti i deildinni.” Það gæti þó vel verið að Arsene Wenger, stjóri Arsenal, fengi ósk sína uppfyllta um draumasóknarparið Thierry Henry og Shevchenko einhvern tíma í nánustu framtíð. “AC Milan verður ekki síðasta liðið sem ég spila fyrir,” segir Shevchenko, og skilji nú hver á sinn hátt.
Poolari