Luciano Spalletti var í dag ráðinn þjálfari ítalska liðsins Udinese. Spalletti var síðast við stjórnvölinn hjá Venezia og Sampdoria, tekur við af Luigi de Canio sem var rekinn eftir tap um helgina gegn Parma. Spalletti mun stjórna liðinu út tímabilið en ekki hefur verið ákveðið með hver þjálfar liðið næsta tímabil. Udinese hefur sigið niður töfluna undanfarið eftir góða byrjun og eru sem stendur í 12. sæti deildarinnar.

Tekið af Visir.is