Vegna fréttana um sjúkralegu Diego Armando Maradona langar mig að þýða greinarkorn þar sem varnarjaxlinn knái og fótboltafélagi Audda á popptíví, Mario Melchiot, tjáir sig í dálki sem heitir Heroes´heroes, eða “hetjur hetjanna”og er í sportblaði hins yndislega “The Sunday Times” sem flestir hér virðast dýrka og dá!!
Og nú máttu geta þrisvar hver er hetjan hans og ef þú getur það ekki þá ertu úr leik!
Right, það er hann Diego litli og þybbni sem á í vímefnavanda og liggur nú milli heims og helju.
Annars kíkti ég á mbl.is í dag og þar stóð “Maradona í lífshættu eftit hjartaáfall” en skömmu síðar var önnur klausa þar sem stóð “Líðan Maradona sögð hafa batnað”. Það er nú gott en hann er með sýkingu í lungum og alltof háan blóðþrýsting enda orðinn alltof feitur þrátt fyrir að hafa dvalist lengi á Kúbu í “afeitrun” sem felst væntanlega í því að borða voða mikinn mat. Annars, hvurn andskotann veit ég….
Diego Armando Maradona spilaði m.a. fyrir boca Juniors, Barcelona, Sevilla og Napoli.
Þýði greinina bara nokkurnveginn beint og nenni ekki að vanda mig að þessu sinni:
“Þegar ég var 9 ára var ég settur í æfingarbúðir hjá Ajax. Ég skildi ekki hvað var svona merkilegt við þennan klúbb. Mig langaði bara að spila með strákunum í hverfinu og ætlaði ekkert að verða fótboltagæi heldur mótorhjólalögga.
En mamma og pabbi sendu mig til Ajax.
Við strákarnir sem spiluðum í hverfinu í Amsterdam vorum í fótbolta allan daginn og þóttumst vera frægir leikmenn. Ég var alltaf Maradona og þegar þú þykist vera Maradona er eins gott að þú getir eitthvað. Það þýddi varla að vera í tapliðinu og heita Maradona svo ég gaf alltaf allt sem ég átti.”
Svo heldur Melchiot áfram og segir að hann hafi fyrst farið að fylgjast með honum í Heimsmeistarakeppninni í Mexikó árið 1986 og rifjar upp mörkin sem hann skoraði móti Englandi.
“Fyrirmyndir krakka eru nánast alltaf samtíðarfólk. Ég vissi um Pele en sá hann aldrei spila. Ég gat horft á Maradona!”
“Þegar hann skoraði með höndinni veit ég að hann gerði allt vitlaust á Englandi en fyrir mér var þessi gæi GUÐ og ég trúði því ekkert að hann hefði notað höndina. Sá þetta aftur og aftur en var í afneitun. Sá svo myndir í blöðunum og var í sjokki.
Var þó ekki lengi að jafna mig enda hvað á maður að hafa áhyggjur af svona þegar maður er níu – ha? Hinsvegar þegar hann skoraði annað markið, ó mæ god. Hann fór í gegnum allt enska liðið og hefði átt að fá tvö mörk fyrir þetta, algjör snilld.
Nú var gæinn orðinn svo frægur að ég var í verulegri klípu yfir því að hafa alltaf kallað mig Maradona.
Mamma gaf mér svo vídeospólu með HM ´86. Það er einhver besta gjöf sem ég hef fengið og ég horfði á hana þangað til hún gafst upp (vídeospóluna sko, ekki mömmuna – gong-).
Maradona var langbestur á HM ´86 og ég fyllist lotningu enn þann dag í dag.
En ég á aðra spólu sem ég “fékk lánaða” hjá náunga í Ajax og bara “gleymdi” að skila!
Hún sýnir leikina sem Diego spilaði á Ítalíu. Það var sama hvað menn reyndu hann var einfaldlega of snöggur og líka sterkur. Hann varði boltann ótrúlega vel og menn náðu bara ekki af honum boltanum og svo lét hann ekkert tækla sig.
Hversu margir fótboltamenn hafa þessa færni, þennan styrk og þennan skilning?
Sennilega enginn. Ég meina, maðurinn skoraði fullt af mörkum, var ótrúlega fljótur og þegar menn ætluðu að tækla hann var bara eins og hann hefði gufað upp! Svo var hann sterkur í loftinu (ath, hann er 167 cm), ótrúlegur miðvallarleikmaður sem stjórnaði leiknum, algjör fyrirliði liðs síns.
Ég veit að það sem gerðist hjá honum var nú frekar ömurlegt. Brjáluð kókaínneysla og samneyti við vændiskonur fór nú ekkert vel með hann en það breytir þó engu um álit mitt á honum sem knattspyrnumanni.
Ég sá hann aldrei með berum augum en veit að hann spilaði eitt sinn á móti Gianfranco Zola og ég get sagt ykkur það að það er sama hver á eftir að spila fyrir Chelsea þá er aðeins einn sem hægt er að líkja að einhverju leyti við Diego og það er galdramaðurinn Zola. Enginn mun hafa þau áhrif á mig sem hann hafði, að spila með honum var töfrum líkast.
Ég er þó viss um að einhventíma eigi ég eftir að hitta Maradona og ég veit að ég verð eins og feiminn smástrákur og veit ekkert hvað ég á að segja. En hinsvegar ef ég kem ekki til með að hitta hann þá er það allt í lagi því hann mun ávallt skipa sérstakan sess í lífi mínu.
Svo er það líka stundum þannig að ef maður hittir einhvern sem maður dýrkar og dáir þá verður maður fyrir einhverjum vonbrigðum.
En þú hittir ekki þá manneskju og geymir þessa aðdáun alltaf með sjálfum þér þá skipar sú manneskja ávallt heiðursess í hjarta þínu.
Þannig bara er þetta, ég lýg engu um það því svona líður mér!”
-þess má geta að á myndinni sem fylgir sést aftan á Maradona í argentínska búningnum með no 10 á bakinu. Hann er stopp með boltann undir vinstri fæti og fyrir framan hann SEX belgískir leikmenn sem bíða því sem verða vill. Allir þvílíkt tens í framan en enginn fer á móti Maradona. Það sjást ekki fleiri á myndinni. Svona atriði sem maður sér bara í Crouching Tiger hidden dragon eða Bruce Lee myndunum – snilld-