Mig skortir lýsingarorð……………..
til að nota um Henry, sagði Wenger eftir leikinn áðan, þar sem Arsenal marði sigur á Leeds, 5-0.
Þetta var alveg ótrúlegt helvíti því að þó Leeds væri með boltann 65% í fyrri hálfleik og börðust eins og ljón þá var samt 3-0 í hálfleik.
Það verður nú ekki sagt um Leedsvörnina að hún sé sterk, búin að fá á sig einhver 70 mörk í vetur. Nú voru Caldwell og Duberry aftast með Matteo og Radebe fyrir framan sig og Kelly og Hart sem bakverði. Síðast voru Radebe og Caldwell aftast með að ég held Kelly og Domi sem bakverði.
FYRIR STUTTU VORU RIO FERDINAND, WOODGATE, MILLS OG HART í vörninni og KEWELL, ROBBIE KEANE, OLIVIER DACOURT, FOWLER og ég veit ekki hvaða snillingar fleiri í liðinu en þetta er greinilega bara of stór biti að kyngja að missa alla þessa menn.
Í hálfleik talaði Andy Grey hjá Sky við Harry Redknapp, stjóra Portsmouth sem var alveg hissa á stöðunni því honum fannst Leedsararnir bara helvíti góðir. En að láta Pires og Henry stinga vörnina svona af og svo fór boltinn í höndina á Duberry og víti og mark hjá Henry – fremur erfitt að byrja seinni hálfleik svona.
En Leeds byrjaði með látum og eftir 4 mínútur skoraði Henry, takk fyrir og það var náttúrulega þvílíkt rothögg og svo skoraði hann sitt fjórða í leiknum og fimmta Arsenalmarkið sem var hans 150. fyrir Arsenal!
Kom í águst 1999. Það eru 30 mörk að meðaltali á tímabili. Held þetta hafi verið no 30 í vetur en hann gerði nú samt “bara” 26 fyrsta veturinn.
Jamm Leeds með boltann 65% í fyrri hálfleik, Arsenal sennilega aðeins meira í seinni.
Leeds fékk 8 horn en Arsenal 3. Samt vinnur Arsenal 5-0.
Þvílikur bömmer og það strax eftir aðalfund stuðningsmannaklúbbs Leeds United en liðið hefur aldrei tapað leik eftir aðalfund- nema auðvitað núna og það með glans.
Svo má geta þess að þegar Pires og Bergkamp fóru útaf fyrir Reyes og Parlour þá kom Barmby inn fyrir Milner hjá Leeds. Barmby sem er löngu búinn, en Terry Venables, vinur minn og félagi sem átti nú erfitt hjá Leeds en átti líka sinn þátt í að koma liðinu á vonarvöl, keypti fyrstan manna því hann hélt að Leeds vantaði einmitt svona mann!
Þvílik endaleysa.
Eddie Grey var auðvitað vonsvikinn en sagði Arsenal einfaldlega klassa betra lið og ættu titilinn vísann, sérstaklega með svona frammistöðu.
Henry er náttúrulega bara ótrúlegur en mínir menn máttu eiga það að þeir börðust vel og spiluðu bara nokkuð vel lengstum, en með svona vörn og þegar staðan var orðin 4-0 þá var nú ekkert gaman lengur.
Jamm, ég er fúll og það er leiðinlegt að vera í bullandi fallhættu vitandi að lið eru í biðröð eftir Smith, Viduka og Robinson markmanni sem fara pottþétt ef liðið fellur og kannski þó við höldum okkur uppi. Allavega Viduka sem er á einhverjum 65.000 pundum á viku sem er náttúrulega ekkert annað en glæpur.
Svo neyðist maður til að halda með Manchester United á morgun gegn Portsmouth.
Þetta er ekkert grín.
-gong sem er hálfsár og svekktur -