Henry fór til Monaco 13 ára gamall, 1990. Spilaði sinn fyrsta professional leik 1994 með Monaco á móti Nice. (17ára) Var því 5 tímabil með aðalliði Monaco og er einmitt að klára sitt 5 tímabil núna með Arsenal. Því eru Monaco + Juve árin sett til saman fleiri en Arsenal árin, þó svo hann hafi bara verið eitt tímabil hjá Juve. ;) Reyndar hefur hann spilað undir Wenger lungan úr ferli sínum, en hjá tveimur liðum. Er ekki að reyna að rakka þína grein niður með þessu, bara upplýsa þig örlítið.. ;) Ég er búinn að vera Henry fan síðan hann var hjá Monaco.. Það var því draumi líkast þegar hann samdi við Arsenal á sínum tíma, því ég er búinn að vera Arsenal fan síðan ég var smá polli. ;)
En jæja, mitt svar við þinni grein kemur hér..
Auðvitað er Henry bestur. Það sér hver heilvita maður sem eitthvað fylgist með honum á vellinum. Hinsvegar er ekki hægt að segja að Henry hafi verið að gera þetta allt einn. Að segja að Henry = Arsenal er gróf móðgun við þá vinnu sem Vieira, Pires, Campbell, Bergkamp og allir aðrir leikmenn Arsenal hafa verið að leggja á sig, tala nú ekki um Wenger kallinn. Henry er fyrstur til að viðurkenna það, eins og hann hefur gert í nánast hverju viðtali sem við hann hefur verið tekið. Auðvitað er að sýna einstök einstaklings tilþrif oft á tíðum á vellinum en það gerir hann ekki STÆRRI en Arsenal. Fyrir utan það þá er hann að skora mörk eftir frábært samspil innan liðsins, og leggur upp mörk á leikmenn sem eru að spila eins og lið og eru á réttum stað á réttum tíma.
Ef þú tekur Henry útúr Arsenal þá er mjög líklegt að liðið væri ekki að vinna deildina með þessum yfirburðum, en það er ekki ólíklegt að Arsenal væri mjög ofarlega og gæti jafnvel unnið deildina tæpt. Að sama skapi veit enginn hvort að Arsenal væri að flengja deildina svona ef Vieira væri ekki að spila með. Í fyrra var Seaman í markinu og ekki vannst deildin þá. Lehmann hefur gert misök en hann hefur samt staðið sig betur en Seaman gerði í fyrra. Þessvegna gæti vel verið að Arsenal væri fyrir neðan United í ár ef Graham Stack væri að spila alla leiki fyrir Arsenal.
Þar sem þú ert United fan ertu líklega að velta þér uppúr því hvernig staðan væri í dag ef Ferdinand hefði ekki fengið þetta bann. Líklega væri United að standa sig betur, Rio er heimsklassa varnarmaður, en ekki taka það frá þínu liði að þið eruð með fleiri stig á þessum tímapunkti en á sama tíma og í fyrra. Liðið er því að spila betur en í fyrra, þrátt fyrir að Ferdinand sé í banni og Beckham sé að sóla sig á spáni.
Þessar sögusagnir um að Henry vilji fara til Madrid?? Gætu vel verið sannar. Henry hefur gert mikið fyrir Arsenal og á gífurlegan heiður skilið. Hann hefur barist eins og ljón allann sinn feril hjá Arsenal og hefur notið sín vel undir Wenger. Ég er gífurlega þakklátur Henry og mun alltaf styðja hann, þó svo hann færi frá okkur. Arsenal er á tímamótum núna. Með nýja vellinum munu tekjurnar aukast og hróður liðsins er alltaf að aukast. Arsenal er lið sem öll lið í Evrópu óttast að mæta. Ef Henry fer þá mun hann kosta Madrid talsverða fjárhæð, sem svo mun nýtast í að kaupa fleiri gimsteina fyrir Arsenal. Þegar Henry kom var hann kantmaður, með ekkert sjálfstraust eftir hörmulegt ár hjá Juve. Wenger hjálpaði honum að verða leikmaðurinn sem hann er í ár. Núna í Janúar keypti Wenger svo annan kantmann. Reyndar hefur Reyes meira sjálfstraust en Henry hafði, en hann hefur fulla burði til þess að verða yfirburða framherji undir leiðsögn Wenger. Tala nú ekki um öll ráðin sem hann fær frá Henry.. ;)
Úff, missti aðeins stjórn á mér í þessu svari. :) Það sem ég vildi sagt hafa, enginn leikmaður er stærri en liðið. (Anelka). Sögusagnir um Henry sá á leiðinni burt, tek á því þegar það gerist. Þú veist líklega sjálfur að samkvæmt sögusögnum þá ætlar Arsenal að kaupa Woodgate, Lucio, Frey, Kluivert, Larsson, Walter Samuel, Gattuso og endalaust fleiri.. ;)